Fréttir

Kórastarf veturinn 2019-2020

Í vetur hefst tólfta starfsár barnakórsins. Starfið verður mjög blómlegt í vetur og vonumst við til að sjá sem flesta sem hafa áhuga á söng eða vilja vera í skemmtilegum hóp og hafa gaman. Meðal verkefna í vetur hjá yngri kór eru lög úr söngleikjunum Matthildi, Bláa hnettinum og Ronju ræningjadóttur, ásamt fleiri lögum úr ýmsum áttum. [...]

19.08.2019|

Skólastarf að hefjast

Undirbúningur er nú kominn á fullt í tónlistarskólanum fyrir komandi skólaár 2019-2020. Móttaka nemenda verður að venju í kjölfar skólasetningar Sandgerðisskóla fimmtudaginn 22. ágúst en kennarar verða einnig í sambandi við nemendur til að setja niður tíma. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Það verður mikið um að vera í tónlistarskólanum þetta skólaár; [...]

15.08.2019|

Opið fyrir nýskráningar

Vikuna 3.-8. júní er opið fyrir nýjar umsóknir fyrir næsta haust í tónlistarskólann. Einfaldast er að sækja um rafrænt hér:  https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=15. Einnig er hægt að koma við á skrifstofu skólans og fylla út umsókn. Athugið: fyrir þá nemendur sem stunduðu nám síðasta skólaár og ætla að halda áfram. Ef þú átt eftir að staðfesta áframhaldandi nám [...]

31.05.2019|

Síðasti kennsludagur 17.maí – samspilsæfingar

Síðasti formlegi kennsludagur í tónlistarskólanum er föstudagurinn 17.maí. Síðasta vikan fer í undirbúning og æfingar fyrir skólaslit/vortónleika. Nemendur eiga von á að vera kallaðir inn á aukaæfingar vegna samspils og hljómsveitaratriða sem verða allsráðandi á vortónleikunum. Vortónleikar/skólaslit fara fram laugardaginn 25.maí kl.10:30 í sal Sandgerðisskóla. Tónleikarnir taka rúma klukkustund og 15 mín. Mikið verður um [...]

10.05.2019|

Undirbúningur fyrir vortónleika/skólaslit

Vortónleikar & skólaslit verða laugardaginn 25.maí kl.10:30 í sal Sandgerðisskóla. Undirbúningur er hafinn og eru samspilssæfingar á fullu þessa dagana. Síðustu vikurnar erum við með nánast allan fókus á samspilum og að hafa gaman í skólanum og lofum við sérstaklega glæsilegum vortónleikum!  

06.05.2019|