Breytingar á skólastarfi vegna Covid 19
Ljóst er að tónlistarkennsla raskast töluvert næstu vikurnar vegna Covid 19. Öll hópakennsla fellur niður; samspil, kór, forskóli og hljóðfæraval 4.bekkjar. Einkakennsla heldur áfram. Vegna skipulagsbreytinga hjá Sandgerðisskóla vegna Covid 19 geta grunnskólanemendur ekki fengið að fara úr tíma til að stunda tónlistarnám eins og verið hefur. Því verða tónlistarkennarar skólans í sambandi við nemendur [...]