Frettir

♫ 10 ára afmælisár barnakórsins ♫

30.08.2017|

Kæru foreldrar, kórbörn og aðrir áhugasamir; Í næstu viku eða mánudaginn 4.september byrja kóræfingar aftur fyrir 2. - 4. bekk kl.13:15 og fyrir 5. bekk og eldri fimmtudaginn 7. sept kl.14:05. Barnakórinn verður hvorki meira né minna en 10 ára á þessu starfsári og ætlum við að halda uppá afmælið með flottum tónleikum í vor [...]

Nýtt skólaár að hefjast 2017-2018

10.08.2017|

Nú er nýtt skólaár að hefjast í Tónlistarskóla Sandgerðis. Opið er fyrir nýskráningar. Hægt er að sækja um hér á vefnum undir "umsóknir" eða líta við á skrifstofu skólans. Móttaka nemenda fer fram þriðjudaginn 21. ágúst að skólasetningu grunnskólans lokinni. Kennsla hefst þriðjudaginn 22. ágúst.

Skráning fyrir næsta skólaár 2017 – 2018

04.06.2017|

Opið er fyrir skráningu fyrir næsta skólaár 2017 - 2018. Einfaldast er að sækja um skólavist á rafrænan hátt með því að smella hér eða koma við á skrifstofu skólans og fylla út umsókn. Þeir sem eiga eftir að staðfesta áframhaldandi nám þurfa að gera það sem allra fyrst til að tryggja pláss sitt næsta vetur. Athugið að [...]

Vortónleikar – Skólaslit 20. maí

10.05.2017|

Vortónleikar tónlistarskólans verða haldnir í safnaðarheimili Sandgerðis laugardaginn 20. maí kl.10:30. Í lok tónleika verða vitnisburðir og einkunnir afhentar og skóla slitið. Tónleikarnir taka rétt um 1.klst. og verður mikið um fjölbreytt samspilsatriði. Allir bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.