Fréttir

Haustfrí 17. og 18. október

Mánudaginn 17. október og þriðjudaginn 18. október er haustfrí í Tónlistarskólanum. Ath. að hefðbundin kennsla fer fram fimmtudaginn 13. og föstudaginn 14. október sem eru starfsdagar í grunnskólanum. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 19. október samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vona að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.

11.10.2022|

Ráðstefna tónlistarkennara – Starfsdagar 8. & 9. september

Starfsdagar verða fimmtudaginn 8. september og föstudaginn 9. september. Engin kennsla fer fram þá daga. Tónlistarkennarar landsins sitja þá ráðstefnu og vinnustofur í Hörpu um tónlistarkennslu. Ráðstefnan er haldin á vegum fagfélaga tónlistarkennara á Íslandi - FÍH og FT, Listaháskóla Íslands og STS - Samtaka Tónlistarskólastjóra.

05.09.2022|

Kennsla hefst í Tónlistarskóla Sandgerðis 25. ágúst

Kennsla hefst í Tónlistarskóla Sandgerðis fimmtudaginn 25. ágúst. Dagana 22.-24. ágúst eru starfsdagar og munu kennarar hafa samband við nemendur á þeim tíma og setja niður stundaskrá. Örfá laus pláss eru á eftirfarandi hljóðfæri: Píanó Þverflautu Klarinett Saxófón Söngur (klassískur) Hér má sækja um

17.08.2022|

Vortónleikar – skólaslit 21. maí kl.10:30

Vortónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Sandgerðis verða haldin næstkomandi laugardag, 21. maí kl.10:30 á sal Sandgerðisskóla. Í lok tónleikanna taka nemendur á móti vitnisburði frá kennara sínum og viðurkenningar verða veittar. Við höfum undirbúið glæsilega tónleikadagskrá og eru tónleikarnir öllum opnir.

16.05.2022|

Jólatónleikar 11. desember

Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir laugardaginn næsta, 11. desember kl.10:30 á sal Sandgerðisskóla. Að þessu sinni verða engir gestir leyfðir heldur verða tónleikarnir notaleg samverustund með nemendum og kennurum. Tónleikarnir verða teknir upp og verða aðgengilegir á vefslóð nokkrum dögum síðar. Þið fáið senda slóðina. Þessi vika sem nú er að hefjast fer að miklu leyti [...]

06.12.2021|