Frettir

Opið fyrir nýskráningar

31.05.2019|

Vikuna 3.-8. júní er opið fyrir nýjar umsóknir fyrir næsta haust í tónlistarskólann. Einfaldast er að sækja um rafrænt hér:  https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=15. Einnig er hægt að koma við á skrifstofu skólans og fylla út umsókn. Athugið: fyrir þá nemendur sem stunduðu nám síðasta skólaár og ætla að halda áfram. Ef þú átt eftir að staðfesta áframhaldandi nám [...]

Síðasti kennsludagur 17.maí – samspilsæfingar

10.05.2019|

Síðasti formlegi kennsludagur í tónlistarskólanum er föstudagurinn 17.maí. Síðasta vikan fer í undirbúning og æfingar fyrir skólaslit/vortónleika. Nemendur eiga von á að vera kallaðir inn á aukaæfingar vegna samspils og hljómsveitaratriða sem verða allsráðandi á vortónleikunum. Vortónleikar/skólaslit fara fram laugardaginn 25.maí kl.10:30 í sal Sandgerðisskóla. Tónleikarnir taka rúma klukkustund og 15 mín. Mikið verður um [...]

Undirbúningur fyrir vortónleika/skólaslit

06.05.2019|

Vortónleikar & skólaslit verða laugardaginn 25.maí kl.10:30 í sal Sandgerðisskóla. Undirbúningur er hafinn og eru samspilssæfingar á fullu þessa dagana. Síðustu vikurnar erum við með nánast allan fókus á samspilum og að hafa gaman í skólanum og lofum við sérstaklega glæsilegum vortónleikum!  

Benedikt Brynleifsson með masterclass/sýnikennslu 21. mars

13.03.2019|

Trommuleikarinn landsfrægi Benedikt Brynleifsson verður með masterclass/sýnikennslu í boði tónlistarskólanna í Suðurnesjabæ, fimmtudaginn 21. mars kl.17:30. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn fer fram í Sæborg, sal tónlistarskólans í Garði, Garðbraut 69a. Benedikt er eftirsóttur trommuleikari á Íslandi og hefur m.a. leikið með Mannakornum, Todmobile, Páli Óskari, Friðrik Ómari, KK, 200.000 Naglbítum og [...]