Frettir

Vortónleikar – skólaslit 21. maí kl.10:30

16.05.2022|

Vortónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Sandgerðis verða haldin næstkomandi laugardag, 21. maí kl.10:30 á sal Sandgerðisskóla. Í lok tónleikanna taka nemendur á móti vitnisburði frá kennara sínum og viðurkenningar verða veittar. Við höfum undirbúið glæsilega tónleikadagskrá og eru tónleikarnir öllum opnir.

Jólatónleikar 11. desember

06.12.2021|

Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir laugardaginn næsta, 11. desember kl.10:30 á sal Sandgerðisskóla. Að þessu sinni verða engir gestir leyfðir heldur verða tónleikarnir notaleg samverustund með nemendum og kennurum. Tónleikarnir verða teknir upp og verða aðgengilegir á vefslóð nokkrum dögum síðar. Þið fáið senda slóðina. Þessi vika sem nú er að hefjast fer að miklu leyti [...]