Jóladagatal 1.desember
Jóladagatal Tónlistarskóla Sandgerðis birtist nú í fyrsta sinn. Nemendur ásamt kennurum hafa útbúið jóladagatal en eitt myndband mun birtast á dag fram að jólum. Njótið vel! https://vimeo.com/651950107
Jóladagatal Tónlistarskóla Sandgerðis birtist nú í fyrsta sinn. Nemendur ásamt kennurum hafa útbúið jóladagatal en eitt myndband mun birtast á dag fram að jólum. Njótið vel! https://vimeo.com/651950107
Hátíðartónleikar Barnakórs Sandgerðisskóla ásamt Guðrúnu Arný. Sérstakir gestir eru stúlkur úr kór Gerðaskóla. Miðvikudaginn 8. desember kl.19:30 í Sandgerðiskirkju. ????????Miðasala fer fram á þriðjudaginn 30.nóvember kl.16.00-18:00 í Tónlistarskólanum í Sandgerði. Miðaverð 2000 kr. ATH. EINUNGIS ER HÆGT AÐ GREIÐA MEÐ PENINGUM Á STAÐNUM EÐA MEÐ MILLIFÆRSLU Á STAÐNUM. NAFN OG KENNITALA VIÐ HVERN MIÐA. ???????? [...]
Miðvikudaginn 24. nóvember er starfsdagur í Tónlistarskóla Sandgerðis. Öll kennsla fellur niður þennan dag. Dzien organizacyjny. Środa 24 listopada to Dzień Planowania Nauczycieli. Tego dnia w szkole muzycznej nie będzie zajęć. Staff Day. Wednesday, november 24th is a staff day in the Music School. All classes will be suspended on this day. Kær kveðja, Skólastjóri
Þessa dagana eru nemendur að koma fram á tónfundum (nemendatónleikum) hjá sínum kennurum. Þar leika þau fyrir hvort annað og þjálfa sig í að spila fyrir framan aðra. Í þessari viku eiga aðstandendur von á að heyra frá kennurum þar sem þeim verður boðið í foreldraviðtal ásamt nemanda. Dagana 18. og 19. október verður haustfrí [...]
Kór veturinn 2021-2022 Í vetur hefst fjórtánda starfsár barnakórsins. Við hvetjum alla sem elska að syngja í góðum hóp að vera með okkur í vetur. Söngur - vinátta - leikir Kóræfingar yngri kórs (2.-4.bekkur) verða á mánudögum kl.13:15. Æfingar eldri kórs (5.bekkur og eldri) verða á miðvikudögum kl.14:00. Margt skemmtilegt verður á dagskránni í vetur, [...]
Nú fer að líða að skólabyrjun en kennsla hefst fimmtudaginn 26. ágúst. Dagana þar á undan munu kennarar skólans verða í sambandi við nemendur og setja niður tíma.
Tónlistarskólinn auglýsir eftir gítarkennara í hlutastarf (10-15% staða) fyrir veturinn 2021-2022. Nánari upplýsingar gefur Halldór Lárusson skólastjóri: [email protected]
Þorbjörg Bragadóttir lætur nú af störfum hjá Tónlistarskóla Sandgerðis eftir 18 ára starf. Þorbjörg hefur kennt á málmblásturshljóðfæri við skólann síðan 1. september 2003 og hafa ófáir nemendur notið leiðsagnar hennar. Við þökkum Þorbjörgu innilega fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta um ókomna tíð. Myndin af Þorbjörgu er tekin á vortónleikum tónlistarskólans 24. [...]
Vortónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Sandgerðis 2021 voru haldin í morgun. Fjöldi nemenda léku og sungu og stóðu sig af mikilli prýði.
Skólaslit og vortónleikar tónlistarskóla Sandgerðis verða haldnir næsta laugardag, 22. maí kl.10:30 á sal Sandgerðisskóla. Nemendur sýna listir sínar og mega tveir aðstandendur mæta með hverjum nemanda. Nemendur fá vitnisburði afhenta í lok tónleika. Að sjálfsögðu verða sóttvarnir í hávegum hafðar og eru gestir beðnir um að virða fjarlægðarmörk og grímuskyldu. Einnig verða gestir að [...]