Öskudagur – Starfsdagur kennara
Miðvikudaginn 1.mars, öskudag er starfsdagur kennara. Engin kennsla fer fram þann dag. Kennarar sækja námskeið í prófdæmingu sem haldið er í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Miðvikudaginn 1.mars, öskudag er starfsdagur kennara. Engin kennsla fer fram þann dag. Kennarar sækja námskeið í prófdæmingu sem haldið er í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Dagur Tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 18. febrúar. Þá verða haldnir gangatónleikar í tónlistarskólanum frá kl.11:00 – kl. 12.00. Nemendur leika út um allan skóla og er gestum boðið að koma og hlusta og þiggja léttar veitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Tónlistarskólinn og bókasafnið standa fyrir kaffihúsakvöldi á bókasafninu mánudagskvöldið 30. janúar kl.19:30. Nemendur tónlistarskólans leika og boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
Vikuna 16. til 20. janúar er foreldravika í tónlistarskólanum. Kennarar skólans munu boða foreldra í viðtöl ásamt nemendum.
Athugið að kennsla fer fram í tónlistarskólanum í dag 12. janúar samkvæmt stundaskrá (einkatímar og tónfræði) þótt starfsdagur sé í grunnskóla
Tónlistarskóli Sandgerðis óskar nemendum, Sandgerðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla!
Tónlistarskólinn stóð fyrir hópferð á "Jólafjör Góa & Stórsveitar Reykjavíkur" 4. des. Hvorki meira ne minna en 62 manns (!) úr Sandgerði, nemendur/aðstandendur og kennarar mættu á tónleikana sem voru afar skemmtilegir. Smellið hér til að sjá fleiri myndir á facebook síðu skólans