Frettir

Tónfundir – Samskiptavika – Haustfrí

11.10.2021|

Þessa dagana eru nemendur að koma fram á tónfundum (nemendatónleikum) hjá sínum kennurum. Þar leika þau fyrir hvort annað og þjálfa sig í að spila fyrir framan aðra. Í þessari viku eiga aðstandendur von á að heyra frá kennurum þar sem þeim verður boðið í foreldraviðtal ásamt nemanda. Dagana 18. og 19. október verður haustfrí [...]

Kór veturinn 2021-2022

18.08.2021|

Kór veturinn 2021-2022 Í vetur hefst fjórtánda starfsár barnakórsins. Við hvetjum alla sem elska að syngja í góðum hóp að vera með okkur í vetur. Söngur - vinátta - leikir Kóræfingar yngri kórs (2.-4.bekkur) verða á mánudögum kl.13:15. Æfingar eldri kórs (5.bekkur og eldri) verða á miðvikudögum kl.14:00. Margt skemmtilegt verður á dagskránni í vetur, [...]

Þorbjörg Bragadóttir lætur af störfum

25.05.2021|

Þorbjörg Bragadóttir lætur nú af störfum hjá Tónlistarskóla Sandgerðis eftir 18 ára starf. Þorbjörg hefur kennt á málmblásturshljóðfæri við skólann síðan 1. september 2003 og hafa ófáir nemendur notið leiðsagnar hennar. Við þökkum Þorbjörgu innilega fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta um ókomna tíð. Myndin af Þorbjörgu er tekin á vortónleikum tónlistarskólans 24. [...]

Skólaslit – Vortónleikar – aðstandendur mega mæta

17.05.2021|

Skólaslit og vortónleikar tónlistarskóla Sandgerðis verða haldnir næsta laugardag, 22. maí kl.10:30 á sal Sandgerðisskóla. Nemendur sýna listir sínar og mega tveir aðstandendur mæta með hverjum nemanda. Nemendur fá vitnisburði afhenta í lok tónleika. Að sjálfsögðu verða sóttvarnir í hávegum hafðar og eru gestir beðnir um að virða fjarlægðarmörk og grímuskyldu. Einnig verða gestir að [...]

Vortónleikar – Skólaslit 22. maí kl.10:30

07.05.2021|

(English & Polish below) Vortónleikar og skólaslit tónlistarskóla Sandgerðis verða laugardaginn 22. maí kl. 10:30 á sal Sandgerðisskóla. Nemendur munu leika, bæði einleik sem og hljómsveitir og samspil. Í lok vortónleika munu nemendur síðan fá afhentar einkunnir og vitnisburði vetrarins og skólastarfi skólaársins 2020-2021 slitið. Nemendur þurfa að vera mættir tímanlega fyrir tónleika. Síðustu tvær [...]

Umsókn um nám 2021-2022 (English & Polish below)

27.04.2021|

Opið er fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár, 2021-2022. Hægt er að sækja um skólavist með því að smella  hér: UMSÓKN Þessa dagana fá nemendur með sér heim eyðublað sem foreldrar þurfa að fylla út varðandi hvort nemandi haldi áfram námi. Mjög mikilvægt er að skila þessu blaði fyrir 22 maí til að tryggja áframhaldandi pláss [...]