Kennsla hefst á föstudag
Kennsla hefst föstudaginn 21. apríl samkvæmt stundaskrá að páskafríi loknu. GLEÐILEGT SUMAR!
Kennsla hefst föstudaginn 21. apríl samkvæmt stundaskrá að páskafríi loknu. GLEÐILEGT SUMAR!
Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí er föstudagurinn 7. apríl. Kennsla hefst að páskafríi loknu föstudaginn 21. apríl. GLEÐILEGA PÁSKA!
Vikuna 27. - 31. mars er prófavika í Tónlistarskóla Sandgerðis. Þessa viku fer engin hefðbundin kennsla fram, einungis próf. Nemendur/aðstandendur fá fljótlega að vita próftíma sinn. Við minnum á að nú er gott að vera dugleg/ur að æfa sig.
Miðvikudaginn 1.mars, öskudag er starfsdagur kennara. Engin kennsla fer fram þann dag. Kennarar sækja námskeið í prófdæmingu sem haldið er í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Dagur Tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 18. febrúar. Þá verða haldnir gangatónleikar í tónlistarskólanum frá kl.11:00 – kl. 12.00. Nemendur leika út um allan skóla og er gestum boðið að koma og hlusta og þiggja léttar veitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Tónlistarskólinn og bókasafnið standa fyrir kaffihúsakvöldi á bókasafninu mánudagskvöldið 30. janúar kl.19:30. Nemendur tónlistarskólans leika og boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
Vikuna 16. til 20. janúar er foreldravika í tónlistarskólanum. Kennarar skólans munu boða foreldra í viðtöl ásamt nemendum.
Athugið að kennsla fer fram í tónlistarskólanum í dag 12. janúar samkvæmt stundaskrá (einkatímar og tónfræði) þótt starfsdagur sé í grunnskóla
Tónlistarskóli Sandgerðis óskar nemendum, Sandgerðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla!